• Bone & Marrow

Íslenskt ghee - skírt smjör!


Bone & Marrow kynnir með stolti nýja vöru - skírt smjör !

Að undanförnu höfum við unnið við að þróa íslenskt ghee sem nú lítur dagsins ljós. Það kemur í tveimur útfærslum; hreint skírt smjör og skírt smjör með túrmerik eða það sem kallað er á ensku Golden Ghee.

Hreint skírt smjör

Skírða smjörið er unnið úr íslensku ósöltuðu smjöri. Við framleiðsluna er vatn, mjólkursykur og mjólkurprótín að mestu leyti fjarlægt og eftir stendur nánast 100% mjólkurfita. Skírt smjör hentar vel sem viðbit og í alla matargerð. Það er hálffljótandi og kornkennt við stofuhita. Það hefur hátt brennslumark (250°C) og því afbragð til að steikja og baka upp úr.
Skírt smjör með túrmerik

Skírt smjör þarf ekki að hafa í kæli og má geyma við stofuhita. Best er þó að geyma það við svipuð skilyrði og góða olía, ekki í miklu ljósi né hita. Það kemur í glerkrukku og í hverri krukku eru 220 g. Smjörið fæst þegar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu t.d. í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Frú Laugu, Bændum í Bænum, Systrasamlaginu og í Crossfit Reykjavík. Von er á smjörinu á fleiri staði þar á meðal í Hagkaupsverslanir.#melabúðin #frúlauga #fjarðarkaup #bænduríbænum #hagkaup #systrasamlagid #crossfitrvk #keto #paleo #skírtsmjör #ghee #naturalfood #handcraft #craftfood #cleaneating #ghee #natural #artisanfood #icelandic #healthyfats

NÁNAR

HEIMILISFANG

Skrifstofa 

Skipasund 87

104 Reykjavík

Sími: 8484592
 

Vinnsla - vinnslusalur Matís

Vínlandsleið 12
113 Reykjavík

© 2021 Bone & Marrow

FÁÐU FRÉTTIR

  • Facebook
  • Instragram
  • Youtube rás