• Bone & Marrow

Beinaseyði fyrir heilbrigða húð

Kollagen er algengasta prótín líkamans og gegnir fjölmörgum hlutverkum, til að mynda beinum, tönnum, sinum, liðum, liðböndum og brjóski. Kollagen gegnir einnig veigamiklum þætti þegar kemur að heilbrigðu hári, húð og nöglum. Það eru til margar gerðir af kollageni en um 80-90 % af því kollageni sem finnst í spendýrum er gerð I, II og III.

Gerð I er að finna í beinum, sinum, liðböndum og húð, II gerð er að finna í brjóski og gerð III er að finna í húð, vöðvum og beinmerg. Beinaseyði sem soðið er úr góðri blöndu af beinum og brjóski getur innihaldið gerð I,II og III. Líkaminn framleiðir kollagen fram að fertugu og eftir það fer framleiðslan að minnka. Auk hækkandi aldurs getur streita og veikt ónæmiskerfi haft áhrif á kollagenmyndun líkamans. Því getur verið æskilegt fyrir okkur að neyta kollagens til þess að vinna á móti þessari minnkuðu framleiðslu líkamans. Fjölmargar kollagenvörur eru til á markaðnum sem eru meðal annars notaðar til þess minnka verki og draga úr hrukkumyndun.Beinaseyði
Beinaseyði

Við hjá Bone & Marrow teljum að ein besta leiðin til að neyta kollagens sé með beinaseyði auk þess sem maður fær fjöldan allan af öðrum efnum með. Kollagen inniheldur glýsín, prólín og hydroxyprólín, þrjá amínósýrur sem líkaminn notar til þess að búa til sitt eigið kollagen. Til gamans má geta að kvikmyndastjörnur og módel eins og Shailene Woodley, Elle MacPherson, Salma Hayek og Gwyneth Paltrow drekka beinaseyði fyrir húðina.


Heimildir:

1)http://dujs.dartmouth.edu/2013/01/why-does-your-skin-age/#.WlCWFEx2veK

2) Harvey Lodish, et al., Molecular Cell Biology, 8th edition (New York: W. H. Freeman, 2016)

3) https://benthamopen.com/contents/pdf/TONUTRAJ/TONUTRAJ-8-29.pdf