• Bone & Marrow

Ketó mataræði og beinaseyði – fullkomið saman?Beinaseyði er drukkið víða um heim sem heilsudrykkur. Það þykir heilandi og inniheldur góðan skammt af steinefnum, amínósýrum og er eitt af fáum matvælum sem inniheldur kollagen og gelatín en neysla þess hefur löngum verið talin góð fyrir meltinguna.


En aðeins um Ketó mataræðið sem nýtur nú síaukinna vinsælda.

Keto mataræðið felst í mjög stuttu máli í því að fá líkamann til þess að nota fitu við orkubúskapinn í stað glúkósa og komast við það í svokallað ketósu ástand (e. ketosis). Algeng leið til þess að komast í ketósu er að minnka mikið neyslu á kolvetnum allt niður í 5% af hitaeiningum og auka fitumagn upp í 70% eða meira. Á þennan máta er líkamanum nauðugur kostur einn að byrja nota fitu sem aðalorkugjafa en það gerir hann þegar glúkósi er ekki til staðar. Algengt ketó mataræði lítur nokkur veginn svona út: 75% fita, 20% prótein og 5% kolvetni. Þar sem einstaklingar eru ólíkir og mismunandi hvaða matarræði hentar hverjum og einum, hvetjum við alla til þess að leita sér aðstoðar og handleiðslu sérfræðinga þegar nýtt matarræði er prófað. Við bendum til dæmis á góð Keto námskeið sem Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti heldur – Ketó fyrir alla https://www.facebook.com/TorbjorgHafsteins/


En ef þú ætlar að fara á Ketó mataræði þá gæti beinaseyði ef til vill nýst þér.


Hér eru fimm ástæður fyrir því af hverju beinaseyði getur nýst þér á Ketó matarræði:


Ketó mataræði

#1 Getur hjálpað við Ketó „flensuna“

Ketó „flensan“ er eitthvað sem margir kannast við sem hafa prófa Ketó matarræði en sumir upplifa „flensuna“ þegar öll kolvetni eru skyndilega tekin úr fæðunni. Fólk fær þá eins konar „flensu“ – sumum verður óglatt, finna fyrir þreytu, fá höfuðverk og svima. Oftast eru þetta einungis eðlileg viðbrögð líkamans við róttækum breytingum á mataræði. Sumir gætu þurft að hækka aðeins hlutfall kolvetna tímabundið til þess að komast yfir þetta tímabil. Í sumum tilfellum getur verið um að ræða skort á svokölluðum „jónaefnum“ eða raflausn (e. Electrolytes) sem er oft að finna í sterkjuríku grænmeti og ávöxtum – einmitt þeim afurðum sem teknar eru út á Ketó matarræði. Stundum er því þörf á að bæta við þessum efnum en þessi efni eru til dæmis natríum, magnesíum, klóríð, kalk og fosfór. Beinaseyði innheldur þessi efni á náttúrulegu formi.


#2 Beinaseyði er kollagenrík afurð

Beinaseyði er soðið úr beinum, liðum og brjóski og ratar því kollagenið í þessum þáttum í beinaseyðið. Þegar þú neytir beinaseyðis ertu að fá kollagen sem er á auðmeltanlegu formi. En kollagen þykir vera gott fyrir meltingu, húð, hár, bein og liði.


#3 Beinaseyði inniheldur nánast ekkert kolvetni

Flest beinaseyði innihalda mjög lítið af kolvetni frá 0 til 2 gr. á skammt. Beinaseyði B&M innihalda 0 gr. kolvetni. Þar sem það eykur ekki inntöku kolvetna er einfalt að flétta það inn í Ketó matarræðið.


#4 Beinaseyði inniheldur hæfilegt magn af próteini

Of mikil neysla á prótíni getur ýtt manni út úr Ketósu ástandi og því er mikilvægt að fylgjast vel með inntöku þess. Prótínið í einum skammti af beinaseyði (240 ml) er einungis 7-8 gr.


#5 Beinaseyði getur hjálpað þér að sofa betur þegar þú ert á Ketó

Það að takmarka neyslu á kolvetni eins og er gert á Keto getur valdið því að sumt fólk á erfiðara með að sofa. Í beinaseyði er glýsín sem hefur sýnt sig að getur bætt svefn. Einnig getur verið róandi að fá sér heitan og seðjandi drykk fyrir svefninn.


B&M býður upp á tvær tegundir af beinaseyði: Lambabeinaseyði og kjúklingabeinaseyði

Einnig bjóðum við upp á áskrift fyrir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu.