Lambabeinaseyði

  • Lambabeinaseyði er unnið úr íslenskum lambabeinum, hreinu íslensku vatni, fersku og þurrkuðu grænmeti, ferskum og þurrkuðum kryddjurtum, salti og pipar. 

    Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt manninum í gegnum aldirnar og er löng hefð fyrir neyslu á beinaseyði víða um heim. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir hágæða beinaseyði aukist, sérstaklega á Vesturlöndum. Það er einkum heilnæmi beinaseyðisins sem gerir það eftirsóknarvert og hefur löngum verið talið að neysla á því sé styrkjandi fyrir húð, meltingu og liði.