mynd_björk_Örvar.jpg

/ UM OKKUR

HUGMYNDAFRÆÐI
Kjörorð fyrirtækisins er forn næring handa nútímamanninum og vísar það í þá hugsun að margt í umhverfi forfeðra- og mæðra okkar, þar á meðal næring, eigi fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum af þeim matvælum sem fara til spillis nú á dögum var hreinlega slegist um hér áður fyrr. Með vaxandi iðnvæðingu matvæla hefur gott og heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð og fallið úr tísku.

 

Þessi vannýting skapar ýmis konar vandamál bæði heilsufarsleg og einnig fyrir umhverfið. Fyrirtækið var stofnað í júní 2017. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru Jón Örvar G. Jónsson og Björk Harðardóttir. Jón Örvar er framkvæmdastjóri félagins og Björk er þróunar- og gæðastjóri. Að auki á Startup Reykjavik Invest ehf. 6% hlut í félaginu.
Hugmyndin að fyrirtækinu hefur verið að þróast í nokkur ár og er nú orðin að veruleika. Við höfum bæði verið að vinna að málefnum tengdum landbúnaði, mat og umhverfismálum í nærri tvo áratugi og nú hafa þessi áhugamál okkar komið saman í eitt með stofnun Bone & Marrow ehf.

Björk Harðardóttir hefur yfir 30 ára reynslu af matvælaframleiðslu, eldamennsku og upplifunarveisluþjónustu. Björk hefur eldað á hinum ýmsu stöðum, í litlum skólamötuneytum í sveitinni, fyrir rannsóknarteymi á Grænlandsjökli og um fjöll og firnindi fyrir allra þjóða ferðamenn. Áherslur Bjarkar hafa ætíð verið að nota hágæða hráefni sem styrkja bæði anda og líkama. Björk er með bakgrunn í náttúruvísindum, hefur gaman af útivist, matvælaframleiðslu og að elda fyrir vini og ættingja. Björk hefur mikla reynslu af því að vinna með íslenskt hráefni, bæði plöntur og dýr, sem hún telur vera einstakt á heimsvísu.

Jón Örvar hefur áhuga á matvælum, landbúnaði og landnýtingu. Honum er umhugað um hvernig maðurinn nýtir náttúruna og þá einkum um ástand hinnar frjósömu gróðurmoldar sem maðurinn nýtir sér til þess að fá næstum öll sín matvæli. Jón Örvar hefur gert ýmis konar tilraunir með ræktun og matvælaframleiðslu síðustu árin og hefur brennandi áhuga á því hvernig hægt sé að næra manninn, bæði andlega og líkamlega, á sem bestan máta.

Það er mikið verk að setja á laggirnar matvælafyrirtæki og ekki hægt á stuðnings góðrar aðila. Bone & Marrow hefur notið góðs af stuðning frá Vinnumálastofnun, Framleiðnisjóði Landbúnaðarins, Markaðssjóði Sauðfjárafurða og Nýsköpunarmiðstöð Ísland auk ómælds stuðnings og ráðgjöf frá mentorum í Startup Reykjavík og sérfræðingum í matvælaframleiðslu og viðskiptum. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir.