UPPSKRIFTIR

Sælusúpa


Fyrir fjóra Innihald: 1 líter beinaseyði (lambaseyði, grunnur sem þegar hefur verið soðinn uppúr grænmeti og kryddjurtum, 2x500 ml krukkur frá Bone & Marrow ehf. 2 graslaukar, eða 80 gr. af hvað lauk sem er 1 paprika, fínt skorin, þú velur þinn uppáhaldslit 1 stilkur sellerí, fínsaxaður (má sleppa) 2 bollar spírublanda frá Ecospíra: radísuspírur, blaðlauksspírur og/eða próteinblandan 250 ml rjómi (val en gott að fá smá kalk)Salt og pipar eftir smekk. Aðferð:
Setjið 250 ml af beinaseyði í pott, setjið lauk, papriku og sellerí út í og steikið í 2 mínútur. Þá fer restin af seyðinu í pottinn og hitað AÐ suðu. Slökkt á pottinum, rjómanum bætt í og spírunum. Tilbúið. Tilvalið meðlæti: Súrdeigsbrauð, ostur, egg
Beinaseyði - drykkur


Fyrir 1 Innhaldsefni: 240 ml af beinaseyði frá B&M - Lambabeinaseyði eða kjúklingabeinaseyði Sjávarsalt (t.d Saltverk) Pipar Aðferð: Hitið 240 ml beinaseyði í potti að suðu og látið bubbla smá. Bætið ögn við af salti og pipar Hellið í glas og látið kólna smá Drekkið líkt og te
Bollaseyði með túrmerik og skírðu smjöri


Fyrir 1 Innhald:
240 ml. beinaseyði frá Bone and Marrow 1 msk. skírt smjör (Ghee, grænt smjör eða olíu) 2 cm Túrmerik eða tsk. þurrkað Aðferð: Sett í pott, hitað að suðu, hrært með töfrasprot, hrist eða sett í blandara.
Hægt að bæta spírum útí. Má einnig drekka kalt, sama aðferð en sleppa hitun.
Bollaseyðissúpa, aðeins matarmeiri


Innihald: 1 krukka beinaseyði frá Bone and Marrow, 500 ml. 2 msk skírt smjör (Ghee, grænt smjör eða olíu) 1 dl rjómi eða kókósrjómi 1/2 bolli graslaukur 4 cm túrmerik eða tsk. þurrkað 1 bolli próteinspírur frá Ecospira, allar spírur passa við og eru góðar með Salt og pipar eftir þörfum Aðferð: Hita seyði, smjör, rjóma/kókósrjóma graslauk og túrmerik að suðu, hræra með töfrasprota eða blandara, Setja í skálar og spírum stráð yfir. Dásamlegt að hafa ost, egg og þurrkað kjöt, salami eða álíka.
Bollaseyði með súrkáli - fljótleg grænmetissúpa ala Dagný súrkálsmeistari


Fyrir 1

Innihald:

1 bolli (240 ml) beinaseyði (lamba eða kjúklinga) frá B&M

1 msk. Súrkál frá Sælkerans Súrkál t.d Curtido

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Hellið beinaseyðinu í pott og hitið að suðu og slökkvið undir. Hellið í stóra bolla. Bætið 1 msk af súrkáli út í bollann. Notið salt og pipar eftir smekk
Beinaseyði með golden ghee


Uppskrift: 240 ml beinaseyði - kjúklinga eða lamba Hita í upp að suðu og láta bubbla smá Hella heitu seyðinu í blandara Bæta 1 - 2 tsk af skírðu smjöri með túrmeriki við Blanda í 20-30 sek - einnig hægt að nota töfrasprota Hella í glas og drekka.
Kjúklinganúðlusúpa


Kjúklinganúðlusúpa Fyrir tvo
Innihald:
Ein krukka af Beinaseyði og frjálst magn af kjúklingi
Tvær matskeiðar skírt smjör með túrmeriki
Hálfur bolli laukur
Einn bolli sveppir
Hálf paprika
Hálfur bolli graslaukur
Ferskt chili Spírur frá Ecospira - veljið ykkar uppáhalds
Súrkál fyrir Sælkera - Kimchi eða Curtido passar vel í þessa
Fjórir hvítlauksgeira
Dass af salti og pipar
Timían er gott á allt og ótrúlega gott ferskt
Núðlur Aðferð:
Hitið smjörið og blandið saman hráefnum og núðlum, steikið í fjórar mínútur. Ef ferskar núðlur, þá beint í, en annars sjóða samkvæmt leiðbeiningum. Engin þörf á að láta malla lengi þar sem beinaseyðið er nú þegar klárt í hvað sem er. Þá er að skella einni krukku af beinaseyði út í. Hitið að suðu og bætið við kryddum, salt, pipar og timían. Ecospirur og Súrkál fyrir sælkera er punkturinn yfir i-ið. Bætist við að vild. Þessi súpa er svo opin fyrir öllum tilraunum og breytingum sem henta hverjum og einum.
Gourmet sveppasósa


Gourmet sveppasósan sést hérna uppi vinstra megin á myndinni. Fyrir 6
Innihald:
100 gr. hreint skírt smjör
400 gr. sveppir (1 askja)
500 ml beinaseyði 1 krukka (Kjúklinga- eða lamba)
1/2 piparostur
1/2 villisveppaostur
100 ml rjómi
Krydd Timian ef ferskst 8 greinar, þurrkað sléttfulla matskeið
Salt og pipar
Dass af koníak eða brandí (valkvætt) Aðferð:
Skera niður sveppina í skífur, hitið allt skírða smjörið á pönnu og setjið sveppina út í. Smjörsteikið sveppina í þrjá mínutur á háaum hita. Lækka hitann á pönnunina niður 3/4
Skerið ostana í skífur og setjið á pönnuna og hrærið þangað til að þeir eru alveg bráðnaðir. Bætið öllu beinaseyðinu út og hræra saman og ná upp hita. Þegar hitinn er kominn upp bæta þá við rjóma, hræra og bæta við timian og salt og pipar eftir smekk.
Einnig er hægt að bæta við dass af koníak eða brandí í lokin.